Thursday, December 18, 2008

mirrage

birtan frá ljósastaurnum á horninu flæðir inn um gluggan minn..
ég er að reyna að sofna en hugur minn er fastur hjá þér, og þetta ljós fer í taugarnar á mér..
það málar mynd af þér á veggin,,, hún er jafn fjarlæg og þú..
ég stend upp og reyni að skoða þig, ég stend við hliðina á þér,,, því í hvert skipti sem ég reyni að standa á móti þér þá fellur dimmur skuggi yfir þig,, og þú hverfur..
ég reyni að snerta þig en þú hverfur jafn ört og ég kem við þig..

kannski ætti ég bara að fara að sofa...

þú verður horfin í fyrramálið...

No comments:

 
Racing Tips
Racing Tips