Monday, December 22, 2008

Konan sem elskaði..


Hún vaknar um morgunin við góðan daginn.
Hún finnur kaldar hendur þeirra velta sér við,
hún horfir til þeirra og hugsar eins hátt og hún getur
,,hvað eruði að gera"?
En enginn orð koma út....
hún horfði niður eftir líkama sínum eftir að þeir voru búnir að taka af henni sængina, hann var mjór og allur blautur, kaldur, því hún gat ekki notað slernið um nóttina því hún kunni ekki lengur að standa upp...
hún heyrði það sem þeir sögðu en skildi ekki allt..
hún var þrifin, með kölldum svampi...
hún reyndi að segja þeim að hann væri of kalldur
en ekkert kom út, nema aum stuna.
þeir velltu henni við, eilítið harkalega...
klæddu hana í fötinn sem að systur-dóttir hennar hafði keipt handa henni...
þau voru blá, hún þoldi ekki bláan lit...
Annar maðurinn tókum efri hlutan á henni og hinn um neðri og þeir lyftu henni upp og settu hana í stólinn...
síðan keirðu þeir hana fram, og settu hana fyrir framan sjónvarpið.
og þeir gengu inn á kaffistofuna, og fengu sér kaffi..
henni langaði í kaffi...
það var slökkt á sjónvarpinu..
og á útvarpinu....
hún satt þarna ein..
með eigin hugsanir og minningar...
og var búin að vera þar í myrkrinu og þögnini í 11 ár...




þessi saga er byggð á því þegar ég var að vinna á sjúkrahúsi fyrir geðfatlaða, þar var þessi kona sem hafði verði svo þunglynd að hún hefði ekki lengur tækifæri á að sinna sér.. Hún gat það ekki..

No comments:

 
Racing Tips
Racing Tips